IÐNAÐUR

 

Þörfin fyrir öflugar og öruggar landrafstöðvar er mikil hér á landi og á mörgum sviðum atvinnulífsins, í nánu samstarfi við okkar góðu birgja getum við boðið viðskiptavininum upp á að fá landrafstöðvarnar uppsettar og frágengnar eins og óskað er eftir.

Síðastliðin ár höfum við sérhæft okkur í þenslutengjum fyrir flestar aðstæður og bjóðum eingöngu upp á hágæða tengi og þjónustu. Við erum með standard gúmí tengi á lager en einnig er hægt að sérpanta gúmí, stál og veftengi og boðið er upp á sérfræði aðstoð til að finna lausn sem hentar best í hverju tilfelli. Þegar kemur að því að velja þenslutengi þarf að taka tillit til margra mismunandi þátta og það er mjög mikilvægt að velja réttu tengin til að tryggja rekstraröryggi og fyrirbyggja tjón.

Fyrir utan það að bjóða upp á gúmí, stál og vef tengi þá er MD Vélar einnig með Evrópuumboð fyrir sérhönnuð tengi til notkunar í vatnsúðakerfum. Þessi tengi þola einstaklega mikla hreyfingu, geta hreyfst í allar áttir og veita þar með mjög góða vörn fyrir kerfin í tilfelli af t.d. jarðskjálfta. Tengin eru bæði UL skráð og FM samþykkt.  

Flokkar

English