MD Vélar ehf hefur verið starfandi í 33 ár og var stofnað af Hjalta Erni Sigfússyni. Hjalti var lengi vel eini eigandi MD Véla en árið 2019 kom Kári Jónsson inn sem meðeigandi og nú í ár urðu enn breytingar þegar Haraldur Þór Sveinbjörnsson bættist í eigendahópinn, með honum kom Auðun Gilsson inn sem starfsmaður á vélaverkstæði. Haraldur og Auðun hafa starfað hjá Vélaviðgerðum ehf um árabil við að þjónusta skip og fleira og hafa því mikla reynslu og þekkingu. Með þessu styrkir MD Vélar enn stöðu sína og við getum tekið við fleiri verkefnum og boðið viðskiptavinum okkar enn betri þjónustu.
MD vélar hafa verið umboðsaðilar fyrir Mitsubishi Diesel vélar frá upphafi og við leggjum mikinn metnað í að veita viðskiptavinum okkar bestu ráðgjöf og þjónustu þegar kemur að sölu vélbúnaðar, varahluta og þjónustu. Þegar við seljum vélbúnað þá veit viðskiptavinurinn að hann fær einnig alla þá þjónustu sem þörf er á, við erum með mjög breitt net af birgjum, vel búið verkstæði og reynda starfsmenn sem allir eru með sveinspróf í vélvirkjun og fara þangað sem þörf er á til að sinna viðhaldi og viðgerðum. Því miður sjáum við það of oft að vélbúnaður er seldur til viðskiptavina og eftir að salan er gengin í gegn stendur kaupandi eftir á þess að eiga greiðan aðgang að varahlutum og annarri nauðsynlegri þjónustu. Hér hjá MD Vélum bjóðum við upp á einstaka þjónustu, seljum hágæða vörur, erum með eigið verkstæði, mikla reynslu, tækniráðgjöf, þjónustu og stóran varahlutalager, með þessu tryggjum viðskiptavinunum okkar rekstraröryggi, þarfir viðskiptavinanna eru alltaf í fyrirrúmi og síðast en ekki síst 24/7 neyðarþjónustu.
Mitsubishi hefur verið aðalsmerki fyrirtækisins frá upphafi. Mitsubishi bíður upp á breitt úrval aðal og ljósavéla sem eru framleiddar eftir háum stöðlum og kröfum allra helstu flokkunarfélaga, einnig bjóðast nær allar skipa vélar yfir 130 kW með IMO Tier II og nánast allar með IMO Tier III.
Auk Mitsubishi erum við með stórt birgjanet og seljum einnig túrbínur, rafala, kæla, gíra, skrúfubúnað og þenslutengi bæði til sjós og lands. Einnig sérhæfum við að okkur í viðhaldi á afgastúrbínum, heddum, spíssum, gangráðum, dælum o.fl. af flestum gerðum dieselvéla. Verkstæðið er mjög vel tækjum búið þar á meðal tveir tölvustýrðir ballanseringar bekkir sem taka rotora frá 2 – 160 kg, stórt ultrasonic þvottatæki, slípivél til endurvinnslu á ventlum og Nuwen cnc- stýrða heddavél til endurvinnslu á ventilsætum.
