Sjávarútvegur
MD Vélar var stofnað í byrjun árs 1990 til að annast sölu, ráðgjöf og þjónustu fyrir Mitsubishi diesel vélar á Íslandi og öðrum búnaði sem tengist þeim.
MD Vélar er einnig með umboð fyrir PJ Diesel í Kaupmannahöfn. Sérhæfing PJ Diesel snýr m.a. að endurbyggingum á túrbínum fyrir skip og hafa MD vélar einkaleyfi til sölu á vélbúnaði frá PJ Diesel hér á landi og í Færeyjum, býður upp á varahluti í túrbínur, viðgerðarþjónustu og endurbyggingar á túrbínum.
Einnig hefur MD vélar fengið einkaumboð fyrir PJ Woodward sem eru stórir í varhluta og viðhaldsþjónustu á gangráðum.
Árið 2016 fékk MD Vélar einnig umboð fyrir Willbrandt Gummitechnik, stórt þýskt fyrirtæki sem var stofnað 1892. Fyrirtækið sérhæfir sig meðal annars í framleiðslu á þenslutengjum sem eru notuð til að draga úr spennu og hávaða á lögnum sem flytja olíu, kælivatn, heitt vatn, sjó, leysiefni, fitu í matvælaiðnaði og margt fleira.
Við seljum einnig alskyns annann búnað sem hægt er að sjá hér á síðunni. Við höfum séð um viðhald og breytingar af alskyns vélum og tækjum fyrir báta og skip og séð um alla varahlutaþjónustu fyrir það. Við erum með áratuga reynslu góða sérhæfða birgja.
Við erum með mjög breitt net birgja og seljum og þjónustum Mitsubishi og SOLE Diesel en einnig t.d. túrbínur, rafala, kæla, gíra og skrúfubúnað. Við leggjum mikið upp úr að veita sem besta þjónustu og erum með stóran lager og oftast með mjög stutta afgreiðslutíma ef panta þarf frá birgjum erlendis frá, allt niður í 24 tíma, við erum með eigið verkstæði og viðgerðarmenn með mikla reynslu og 24/7 neyðarþjónustu.
MD Vélar hf. eru með umboð fyir SOLE Diesel vélar. Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval dieselvéla í stærðunum frá 16 – 272 Hö, með grunnvélum frá Mitsubishi og Deutz. Nánari upplýsingar HÉR.

Rafstöðvarsettin fást opin eða í hljóðeinöngruðum kassa og eru frá 6kVA til 180 kVA við 1500 sn/min. Allar gerðirnar fást í 50 og 60 Hz og eru með Mitsubishi og Deutz grunnvélum. Nánari upplýsingar HÉR.
