Varaaflsstöðvar - Sérhannaðar fyrir norðlægar slóðir

 

Þörf fyrir varaaflsstöðvar er mikil og vaxandi í atvinnulífinu – í góðu samstarfi við Arctic Auxiliary Systems GmbH bjóðum við upp á varaaflsstöðvar seru sérstaklega lagaðar að kröfum og aðstæðum á norðlægum slóðum. 

Arctic Auxiliary Systems er ungt fyrirtæki en engu að síður er þar mikil þekking innanborðs því aðaleigendurnir eru reynslumiklir menn á þessu sviði og koma frá Þýskalandi og Svíþjóð. Þarna er mikil þekking á því hvernig byggja skal upp öflugar dieselknúnar aflstöðvar sem standast t.d. veðurfar við erfiðustu aðstæður á norðurslóðum, á Norðurlöndunum og í Norður-Evrópu. Við sáum því fljótt að þetta væri búnaður sem hentar mjög vel fyrir íslenska markaðinn en þýsku varaaflsstöðvarnar bjóðast mismunandi stærðum og útfærslum eftir því sem best hentar hverjum viðskiptavini. 

Vegna okkar sérþekkingar og áratuga reynslu af að selja og þjónusta Mitsubishi vélar höfum við verið að bjóða Mitsubishi vélar sem hafa gefið mjög góða reynslu sem traustur valkostur fyrir meðal annars varaafl. MD Vélar er með umboð á Íslandi fyrir Mitsubishi og því getum við einnig boðið upp á góða varahluta og viðhaldsþjónustu hvort sem er hjá viðskiptavinunum eða á sérhæfðu verkstæði okkar, um viðhaldið sjá sérhæfðir starfsmenn með vélvirkja menntun og mikla reynslu. 

 

 

English