MD vélar starfrækja sérhæft verkstæði í húsakynnum sínum að Vagnhöfða 12 í Reykjavík, þar sem markmiðið er að veita viðskiptavinum sem allra besta þjónustu. Við leggjum áherslu á sérhæfð tæki og kunnáttu til viðhalds á Mitsubishi vélum og búnaði þeim tengdum.

MD vélar starfrækja sérhæft verkstæði í húsakynnum sínum að Vagnhöfða 12 í Reykjavík, þar sem markmiðið er að veita viðskiptavinum sem allra besta þjónustu.

Við leggjum áherslu á sérhæfð tæki og kunnáttu til viðhalds á Mitsubishi vélum og búnaði þeim tengdum.

Einnig sérhæfum við að okkur í viðhaldi á afgastúrbínum, heddum, spíssum, gangráðum, gírum, dælum o.fl. af flestum gerðum dieselvéla.

Einnig höfum við tekið í notkun undanfarið eftirtaldar sérhæfðar verkstæðis-vélar til að auka þjónustuna.

 

A: Planslípivél með1200X400 mm. plani,

B: Nuwen cnc-stýrða heddavél til endurvinnslu á ventilsætum og fl.

C: Slípivél til endurvinnslu á ventlum.

D: Hónunarvél fyrir 50 til 170 mm borvídd.

E: Rennibekk 1500 x 460 mm.

F: Ultrasonic þvottatæki, innanmál 1500x 800 x 1000 mm. 9,6 kW.

G: Tvo tölvustýrða ballanseringar-bekki sem taka rotora frá 2 kg. til 160 kg.

H: Premet C eletronick indicator fyrir millihraða vélar.

Og svo mætti lengi telja.

Eigendur MD Véla eru Hjalti Örn Sigfússon sem býr yfir rúmlega fimmtíu ára reynslu og Kári Jónsson sem er yfir viðhaldi og fleiru. 

 

Við erum auk þess í samvinnu við önnur virt fyrirtæki hérlendis og erlendis sem annast viðhald dieselvéla og tengds búnaðar.

MD vélar eru m.a. umboðsaðilar fyrir MHI Í Hollandi, PJ Diesel og PJ Woodward í Kaupmannahöfn, Willbrandt í Danmörku og Metraflex í USA.

Enn fremur útvegum við varahluti til þessara verka og önnumst sérpantanir eftir óskum viðskiptavina.

Gjörið svo vel að hafa samband – sjáið hvers við erum megnugir.

 

 

English