MD Vélar ehf fékk nýlega einkaumboð fyrir danska fyrirtækið PJ Diesel sem það hefur verið í samstarfi við til fjölda ára. Það fyrirtæki sérhæfir endurbyggingu og framleiðslu á hlutum í diesel vélar, túrbínur og og ýmsa aðra vélarhluti. Sérhæfing PJ Diesel snýr m.a. að endurbyggingum á túrbínum fyrir skip og hafa MD vélar einkaleyfi til sölu á vélbúnaði frá PJ Diesel hér á landi og í Færeyjum, býður upp á varahluti í túrbínur, viðgerðarþjónustu og endurbyggingar á túrbínum.
Einnig hefur MD vélar fengið einkaumboð fyrir PJ Woodward sem eru stórir í varhluta og viðhaldsþjónustu á gangráðum.
MD vélar er með sérhæft og vel útbúið verkstæði til viðgerða á túrbínum, og öðrum vélbúnaði á Vagnhöfða 12.
![]() |
![]() |