Verkstæði

MD vélar starfrækja sérhæft verkstæði í húsakynnum sínum að Vagnhöfða 12 í Reykjavík, þar sem markmiðið er að veita viðskiptavinum sem allra besta þjónustu.

Við leggjum áherslu á sérhæfð tæki og kunnáttu til viðhalds á Mitsubishi vélum og búnaði þeim tengdum.

Einnig sérhæfum við að okkur í viðhaldi á afgastúrbínum, heddum, spíssum, gangráðum, gírum, dælum o.fl. af flestum gerðum dieselvéla.

Einnig höfum við tekið í notkun undanfarið eftirtaldar sérhæfðar verkstæðis-vélar til að auka þjónustuna.

 

A: Planslípivél með1200X400 mm. plani,

B: Nuwen cnc-stýrða heddavél til endurvinnslu á ventilsætum og fl.

C: Slípivél til endurvinnslu á ventlum.

D: Hónunarvél fyrir 50 til 170 mm borvídd.

E: Rennibekk 1500 x 460 mm.

F: Ultrasonic þvottatæki, innanmál 1500x 800 x 1000 mm. 9,6 kW.

G: Tvo tölvustýrða ballanseringar-bekki sem taka rotora frá 2 kg. til 160 kg.

H: Premet C eletronick indicator fyrir millihraða vélar.

Og svo mætti lengi telja.

 

Hjalti Sigfússon, stofnandi MD véla, býr yfir fimmtíu ára reynslu á þessu sviði Kári Jónsson xxxxx

Við erum auk þess í samvinnu við önnur virt fyrirtæki hérlendis og erlendis sem annast viðhald dieselvéla og tengds búnaðar.

MD vélar eru m.a. umboðsaðilar fyrir MHI Í Hollandi, PJ Diesel og PJ Woodward í Kaupmannahöfn.

Enn fremur útvegum við varahluti til þessara verka og önnumst sérpantanir eftir óskum viðskiptavina.

Gjörið svo vel að hafa samband – sjáið hvers við erum megnugir.

Staðsetning:
MD Vélar ehf.
Vagnhöfði 12
110 Reykjavík
Opnunartími Skrifstofu:
Mánudag - Föstudag 08:00 - 16:00
Sími: 567-2800
Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.