Túrbínur

Nánari upplýsingar fást í síma 567-2806 eða á mail: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Ballanseringarbekkur Túrbínur

MD Vélar bjóða upp á viðgerðarþjónustu fyrir flestar stærðir og gerðir túrbína. Tveir fullkomnir ballanseringarbekkir eru á verkstæðinu svo og tæki og búnaður til að skipta um blöð á afgashjólum.

MD Vélar geta útvegað varahluti fyrir flestar stærðir og gerðir afgastúrbína.

Logo PJ Diesel

MD 500x303 turbinur og gangraar

rsz ballans niðurstöður

Fyrirtækið MD vélar, sem hefur um langt skeið átt í góðu samstarfi við dönsku fyrirtækin PJ Diesel Engineering AS og PJ Woodward Controls & Injection Systems, gerði á dögunum nýja samstarfssamninga við dönsku fyrirtækin. Hjalti Sigfússon, eigandi MD véla, segir þessa samninga tryggja enn öflugri þjónustu fyrirtækisins hér á landi hvað varðar túrbínur, gagnráða og ýmislegt fleira sem lýtur að vélbúnaði, bæði á sjó og á landi.

Þó um sé að ræða aðskilda samninga eru dönsku fyrirtækin nátengd, þ.e. PJ Woodvard Controls & Injection Systems er deild innan PJ Diesel Engineering AS. „Við höfum í áratugi verið í góðu samstarfi við PJ Diesel en nú aukum við það enn frekar, sem og umsvifin í túrbínum og Woodward gangráðum,“ segir Hjalti en PJ Diesel var stofnað í Danmörku árið 1978 og sérhæfir fyrirtækið sig í endurbyggingu og framleiðslu á hlutum í diesel vélar, túrbínur og og ýmsa aðra vélarhluti.

Sérhæfing PJ Diesel snýr m.a. að endurbyggingum á túrbínum fyrir skip og hafa MD vélar einkaleyfi til sölu á vélbúnaði frá PJ Diesel hér á landi og í Færeyjum, býður upp á varahluti í túrbínur, viðgerðarþjónustu og endurbyggingar á túrbínum.

Með samningnum við PJ Woodward tryggja MD vélar sér einaleyfi til sölu búnaðar fyrirtækisins hér á landi en Woodward gagnráðar eru notaðar í vélbúnaði skipa, virkjana og víðar þar sem stærri vélar koma við sögu. Einnig annast MD vélar viðhald, varahlutaþjónustu og ráðgjöf fyrir notendur búnaðar frá PJ Woodward hér á landi.

 
   
Staðsetning:
MD Vélar ehf.
Vagnhöfði 12
110 Reykjavík
Opnunartími Skrifstofu:
Mánudag - Föstudag 08:00 - 16:00
Sími: 567-2800
Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.